Vildarhús sérhæfa sig í þjónustu við fólk sem nálgast eftirlaunaaldur og vill gera breytingar í húsnæðismálum.

Húsnæðismál og öryggi heimilis

Við hjálpum þér að vega og meta kosti þessa að skipta um húsnæði eða gera breytingar sem gera þér kleyft að vera um kyrrt í sömu fasteign og njóta fyllsta öryggis.

Fjármálaráðgjöf og skattamál

Oft getur verið erfitt að skipta um húsnæði sérstaklega þegar spariféð er bundið í fasteign. Við veitum sérhæfða ráðgjöf varðandi eignastýringu, skattamál o.s.frv..

þjónustustörf fyrir heimilið

Ertu með áhyggjur af ástandi húsnæðis að innan eða utan. Á okkar vegum eru traustir iðnaðarmenn og ræstingafólk sem getur séð um allt almennt viðhald og þrif. 


Leigufélag aldraðra

Verið er að byggja leiguíbúðir ætlaðar 60 ára og eldri. Kynntu þér málið á www.leigald.is

Húsnæðismál og öryggi heimilis

 

Breyting á húsnæði

Margir eru í þeirri stöðu að búa í stórri fasteign sem krefst mikils viðhalds. Fyrir suma hentar að selja og fara yfir í minni íbúð, jafnvel með þjónustu. Við hjálpum þér að vega og meta þá kosti sem eru í boði og að taka ákvörðun.

Öryggi á heimilinu

Öryggi á heimili er gríðarlega mikilvægt. Ekki er lengur eingöngu um að ræða hefðbundin kerfi vegna innbrota- og eldhættu heldur nýjungar sem gera mögulegt að fylgjast mun betur en áður með ástandi og heilsu fólks heima. 

Flutningar og búslóðageymsla

Að pakka niður búslóðinni og flytja á nýjan stað vex mörgum í augum. Því er mjög mikilvægt að hafa aðgang að traustum aðilum til flutninga á búslóð. Þá getur stundum reynst nauðsynlegt að geyma búslóðina í einhvern tíma ef sala og kaup mætast ekki eða óvæntar truflanir verða á afhendingu nýrrar eignar.

 

 

Fjármála-, skatta- og tryggingaráðgjöf

 

Fjármálaráðgjöf

Oftar en ekki er þörf á aðkomu banka þegar breytt er um búsetu. Stundum þarf að brúa bil milli kaupa og sölu. Fólk getur lent í þeirri stöðu að finna draumaíbúðina en er bundið með allt sitt í skuldlausri eða skuldlítilli eign. Oft þarf líka sérhæfða ráðgjöf um eignastýringu, skattamál ofl.

Tryggingaráðgjöf

Við breytingar í búsetu getur komið sér vel að vera í góðu sambandi við tryggingarfélag. T.d. þarf að tryggja að búslóð sé tryggð hvar sem hún er og í flutningi. Þá verða oft eignabreytingar sem kalla á endurmat trygginga og tryggingarþörf.

 

 

Þjónustustörf fyrir heimilið

 

Ræsting og þrif

Regluleg þrif á heimili eru mikilvæg en taka tíma og orku. Mikilvægt er að hafa trausta og áreiðanlega aðila til að sinna þessari vinnu enda oftar en ekki dýrmætir hluti á heimilinu sem þarf að umgangast af varkárni. Einnig er ræsting áríðandi þáttur í tengslum við breytingar á búsetu. Ástæðulaust er að mikla þetta fyrir sér því hægt er að ráða fagfólk til verksins.

Iðnaðarmenn

Góðir og áreiðanlegir iðnaðarmenn skipta öllu máli sem að staðið sé við það sem sagt er svo að vinnan sé framkvæmd hratt og örugglega. Vildarhús hefur gert samstarfssamninga við iðnaðarmenn í flestum greinum sem eiga það sameiginlegt að vera vandaðir og traustir fagmenn á sínu sviði.

Garðyrkjumenn

Þeir sem eru með garð við hús sitt kannast við það að viðhald hans tekur oft mikinn tíma og úthaldið er ekki eins og áður var. Einn liður í því að geta búið áfram í eigin húsnæði er að losna við erfiðustu garðyrkjustörfin og fela þau fagmanni.

 

 

Traustir samstarfsaðilar eru gríðarlega mikilvægir

 

Vildarhús hafa gert samstarfssamninga við fjölda aðila sem tengjast okkar þjónustu með ýmsum hætti. Má þar m.a. nefna banka, tryggingarfélag, fasteignasölu, öryggisþjónustu, flutningsþjónustu, iðnaðarmenn af ýmsum toga, garðyrkjumann og ræstingafyrirtæki. 

 

Ókeypis áætlun í fyrsta viðtali

 

Fyrsta viðtal er endurgjaldslaust en að því loknu gerum við tilboð og áætlun fyrir næstu skref sem hentar þínum þörfum.

Náist samkomulag um áætlun og kostnað tökum við að okkur að framfylgja öllum þeim þáttum sem tilgreindir eru.